*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Innlent 5. desember 2007 11:22

Tækifæri fyrir taugastyrka

Ritstjórn

Eftir óróleika og lækkanir á norrænum hlutabréfamörkuðum er verðið hagstætt þótt mikil óvissa sé enn um framhaldið. Í Vegvísi Landsbankans segir að kauptækifæri séu til staðar fyrir fjárfesta sem hafa maga fyrir þann öldugang sem búast má við á næstunni.

Norræn fyrirtæki þola hækkandi fjármagnskostnað Áhrif óróleikans á fjármálamörkuðum á norræn fyrirtæki virðast almennt takmörkuð en fjármálafyrirtækin tengjast einungis að litlu leyti ótryggum húsnæðislánum og öðrum áhættusömum verðbréfum. Hlutfallslega lítil skuldsetning norrænna fyrirtækja, að flestum íslenskum fyrirtækjum undanskildum, gefur þeim ákveðið forskot yfir marga aðra markaði þegar fjármagnskostnaður hækkar, segir í Vegvísinum.

Spáum 12-15% ávöxtun á næsta ári Samkvæm því sem segir í Vegvísi Landsbankans segir að verð hlutabréfa muni hækka lítillega fram til áramóta en óvissan og sveiflur í verði hlutabréfa munu aukast á ný í upphafi nýs árs þegar fjárfestar bíða uppgjöra fyrir 2007.