DreamWorks Animation hefur samið við Intel um að nota tölvuörgjörva frá síðarnefnda fyrirtækinu við framleiðslu þrívíddarteiknimynda.

Fyrsta mynd Dreamworks þar sem notast verður við tækni frá Intel verður Monsters vs. Aliens sem áætlað er að komi í kvikmyndahús 27. mars 2009.

Intel segjast einnig vera að þróa næstu kynslóð tækni til að horfa á efni í þrívídd. Tæknin verður ætluð til áhorfs í heimahúsum, í tölvum og tölvuleikjum.