Alls bárust 102 umsóknir til Tækniþróunarsjóðs en umsóknarfrestur rann út 15. september. Samtals var sótt um ríflega 800 milljóni kr. í nýja styrki fyrir fyrsta verkefnisár, en sjóðurinn hefur um 130 milljónir kr. til ráðstöfunar í þann málaflokk að því er segir í fréttabréfi Rannís.

Tækniþróunarsjóður auglýsti eftir umsóknum í þrjár tegundir styrkja. Um frumherjastyrk barst 21 umsókn upp á 162 milljónir kr., 11 umsóknir voru um brúarstyrki, samtals að fjárhæð 49 milljónir kr. og alls komu 70 umsóknir um verkefnisstyrki og sótt var 616 milljónir kr. í þann flokk. Þetta eru talsvert fleiri umsóknir en siðast liðið haust, það stefnir því í óvenju lágt árangurshlutfall, eða um 15%.

Umsóknir eru til umfjöllunar hjá fagráðum. Gert er ráð fyrir að niðurstaða stjórnar sjóðsins um úthlutun liggi fyrir í byrjun desember.