Tæknival var í gær sýknað í Hæstarétti af kröfum Bjarna Ákasonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Aco, sem síðar varð AcoTæknival, um þóknun vegna veðsamnings. Bjarni hafði við sameiningu félaganna Aco og Tæknivals, í tengslum við lán vegna kaupanna, lagt fram hlutabréf sín í félaginu án þess að bera þá ráðstöfun undir stjórn Aco. Þótt bókun um fjármögnunina hafi verið lögð fram á stjórnarfundi Aco taldi Hæstiréttur að hún bæri ekki með sér að samningar hefðu komist á milli aðila um þóknun til handa Bjarna fyrir veðsetningu bréfanna og Tæknival var því sýknað af kröfu hans.