Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði á blaðamannafundi í stjórnarráðinu nú í hádeginu að farið yrði í að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave frumvarpið. Hún sagði að nú yrði fundað í þingflokkum ríkisstjórnarinnar um fyrirkomulag atkvæðagreiðslunnar.

Forsætisráðherra sagði að send yrði út fréttatilkynning til Hollendinga og Breta og erlendra fjölmiðla að íslensk stjórnvöld æti að standa við skuldbindingar vegna Icesave. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, lagði áherslu á að viðbrögðin yrði fumlaus og traust.

Steingrímur sagði að Alþingi hefði fellt tillögu um að setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann vildi ekki tjá sig um orð forsetans þar sem hann gaf í skyn að þingmeirihluti hefði verið fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu.