?Við ætlum að halda áfram að byggja upp félagið. Það er alveg klárt,? svarar Róbert Wessman, forstjóri Actavis Group, á afkomufundi félagins í morgun, spurður af fundarfesti hvort félagið sé ekki orðið að vænlegu yfirtökuskotmarki. ?Það hefur ekki verið á borðinu [yfirtaka á Actavis],? segir hann og telur ástæðuna vera hve ötult félagið hefur í yfirtökum.

Fyrirtæki á lyfjamarkaði hafa verið að sameinast. ?Actavis hefur verið að leiða þá vinnu, í raun og veru. Mörg hinna félaganna vöknuðu upp nokkuð seint og eru að elta okkur og það sem við erum að gera. Það er í raun og veru eina skýringin fyrir því að enginn hefur nálgast okkur eins og staðan er í dag. Það er alveg ljóst af allri umfjöllun að Actavis er eitt áhugaverðasta félagið á markaðnum dag. Þú getur bara skoðað erlendar greiningar og erlenda umfjöllun,? segir Róbert.

Hann játar að félagið á tiltölulega hagstæðum kennitölum og því vænlegt til yfirtöku. ?En að mörgu leyti þurfum við líka að taka tilliti til þess að sum þessara félaga sem eru ekki að eignfæra neinn þróunarkostnað. Bara til að bera saman epli og epli,? segir hann.