Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokknum, segist ekki hafa nokkrar áhyggur af því að hann komist ekki inn á þing fyrir Framsóknarflokkinn en ef marka má kannanir þarf flokkurinn að bæta við sig þó nokkru fylgi til að það náist.

„Ég hef engar áhyggjur af því. Ég er nokkuð viss um að ég komist inn. Ef hins vegar svo ólíklega vill til að það gerist ekki þá hef ég meiri tíma til að sinna flokknum," segir hann í samtali við Viðskiptablaðið. Sigmundur Davíð skipar efsta sætið í Reykjavík norður.

Samkvæmt nýjustu könnunum er fylgi flokksins í kringum tíu prósent en kjörfylgið er tólf prósent.

Jón Sigurðsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins, var í efsta sæti flokksins í Reykjavíkurkördæmi norður í síðustu þingkosningum og náði ekki inn á þing. Hann sagði af sér formennsku stuttu síðar. Honum leist ekki á það að stjórna flokknum án þess að vera þingmaður.

Nánar er rætt við Sigmund Davíð Gunnlaugsson í Viðskiptablaðinu.