Tryggingamiðstöðin (TM) hefur keypt 4,5% hlut í sænska fjármálafyrirtækinu Invik & Co. Óskar Magnússon, forstjóri TM, staðfesti þetta í samtali við Viðskiptablaðið.

Hann sagði nokkuð síðan félagið fjárfesti í Invik, en þar sem hluturinn er undir 5% voru viðskiptin ekki tilkynningarskyld. Viðskiptin áttu sér stað í fyrra haust, stuttu eftir að sænska félagið Investment AB Kinnevik fleytti Invik úr úr samstæðunni og gerði af sjálfstæðri einingu.

Viðskipti með bréf í Invik í dag voru á genginu 80 sænskra króna, og hefur gengið hækkað úr 66,67 sænskum krónum á hlut síðan TM keypti í félaginu.

TM er fjórði stærsti hluthafinn í félaginu, á eftir Robur, Emesco og Alecta, samkvæmt upplýsingum frá sænska greiningarfyrirtækinu SIS Agarservice AB