Tryggingamiðstöðin (TM) hefur gert kauptilboð í norska tryggingafélagið Nemi að virði 62,5 norskar krónur á hlut, segir í tilkynningu til kauphallarinnar í Osló, eða sem samsvarar 887 milljónum norskra króna (10,22 milljarðar íslenskra króna).

TM gerði tilraun að kaupa Nemi fyrr í þessum mánuði en ekki fékkst stuðningur stjórnar félagsins við kaupin. TM átti fyrir 9,77% hlut í Nemi.

TM segir núverandi kauptilboð vera 25% hærra en gengi bréfa Nemi síðustu 20 viðskiptadaga eftir að TM lét í ljós áhuga á að kaupa félagið, og 33% hærra en meðalgengi síðustu sex mánaða. TM hefur þegar tryggt sér 68% í Nemi.

Carnegie og Straumur-Burðarás veittu ráðgjöf við gerð kauptilboðsins.