Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0.35% í dag og endaði í 1,779 stigum.

Mest hækkaði gengi bréfa TM um 1.63%, gengi bréfa Marel um 0.92%, og bréfa Sjová um 0.75%. Gengi bréfa Vodafone hækkuðu einnig um 0.70% í viðskiptum upp á næstum hálfan milljarð.

Gengi bréfa Reita lækkaði mest eða um 1.09%, með veltu upp á 140 milljónir. Gengi bréfa Eimskipa lækkaði um 0.59% og bréfa Símans um 0.27% Einnig lækkaði gengi bréfa Össurar um 1.09%, en aðeins í þrettán milljón króna viðskiptum.

Heildarvelta á hlutabréfamarkaði í dag var rúmir 2,3 milljarðar króna. Heildarvelta á skuldabréfamarkaði var 6,2 milljarðar króna.

Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,5% í dag í 2,2 ma. viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði lítillega í dag í 4 ma. viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,1% í 0,3 ma. viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,3% í 3,7 ma. viðskiptum.