Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands, OMXI10, hækkaði um 0,58% í viðskiptum dagsins. Velta á markaðnum nam samtals rúmlega 4,2 milljörðum en viðskipti voru dagsins voru 239 talsins.

Mest hækkun var á bréfum TM sem hækkuðu um 4,57% í 227 milljóna viðskiptum og þá hækkuðu bréf Sýnar um 3,51% í 180 milljónum viðskiptum.

Mest lækkun var á bréfum Heimavalla sem lækkuðu um 2,54% í 136 milljóna viðskiptum en viðskipti með bréf félagsins voru 7 talsins í dag. Þrátt fyrir að velta með bréf félagsins hafi ekki verið ýkja mikil í samanburði við önnur félög þá var hún talsvert meiri í dag en hún hefur verið undanfarinn misseri.

Þá lækkuðu bréf Reita um 1,51% í 135 milljóna viðskiptum auk þess sem bréf Kviku lækkuðu um 1,32% í 215 milljóna viðskiptum.

Mest velta var með bréf Marel en þau hækkuðu um 0,99% í 744 milljóna viðskiptum. Flest viðskipti voru hins vegar með bréf Icelandair en þau voru 42 talsins. Bréf flugfélagsins hækkuðu um 3,22% í 381 milljóna viðskiptum.

Heildavelta á skuldabréfamarkaði var 8 milljarðar en fjöldi viðskipta var 61 talsins.