*

föstudagur, 18. september 2020
Innlent 19. júlí 2018 14:00

TM hættir við kaup á Lykli

Tryggingamiðstöðin hefur ákveðið að hætta einkaviðræðum um kaup á Lykli fjármögnun.

Ritstjórn
Sigurður Viðarsson, forstjóri Tryggingarmiðstöðvarinnar.
Haraldur Guðjónsson

Tryggingamiðstöðin hf. (TM) tilkynnti 22. júní 2018 að félagið hefði lagt fram skuldbindandi kauptilboð í alla hluti í Lykli fjármögnun hf. og 6. júlí 2018 tilkynnti TM að seljandi hlutanna, Klakki ehf., hafi ákveðið að hefja einkaviðræður við TM um kaupin. Fjallað var um málið í Viðskiptablaðinu

Samkomulag hefur nú orðið með aðilum um að falla frá viðræðunum og verður því ekki af kaupum TM á umræddu fyrirtæki.