TM hagnaðist um 1,4 milljarð króna á þriðja ársfjórðungi. Hagnaður félagsins nam 1.422 milljónum króna miðað við 527 milljónir á sama tíma í fyrra.

Heildartekjur félagsins voru 4.675 milljónir en heildargjöld 3.090 milljónir. Fjárfestingatekjur spiluðu stóran hlut í hærri tekjum í ár, en þær heyrðu upp á 1.286 milljónir króna borið saman við 630 í fyrra. Fjárfestingatekjur félagsins tvöfölduðust því milli ára.

Samsett hlutfall TM lækkaði um 10 prósentustig frá þriðja fjórðungi síðasta árs, eða úr 95% í 85%.

Eigið fé TM lækkaði um 2,2 milljarða króna.

Skuldir TM hafa aukist um fjóra milljarða frá áramótum, og má rekja til þess tveggja milljarða króna aukningu í vátryggingaskuldum sem og útgáfu víkjandi skuldabréfs fyrir aðra tvo milljarða.

Í fréttatilkynningu félagsins er haft eftir Sigurðuri Viðarssyni að sagði afkomubati þriðja ársfjórðungs fara verulega fram úr væntingum, og að ekki hafi verið búist við tvöföldun fjárfestingatekna milli ára. Samsetta hlutfallið hafi einnig lækkað meira en búist var við.