Tryggingamiðstöðin (TM) vill benda fólki sem orðið hefur fyrir tjóni af völdum jarðskjálfta á að taka ljósmyndir af skemmdunum og tilkynna tryggingafélagi sínu þær sem fyrst. Þegar málið hefur verið skoðað af tryggingafélagi ákvarða Viðlagasjóður og tryggingafélag næstu skref.

Þetta kemur fram á heimasíðu TM.

Þar segir jafnframt:

Fyrstu viðbrögð við jarðskjálftum er að hafa samband við sitt tryggingafélag, umboðsmann eða Viðlagatryggingu.  Allar brunatryggðar fasteignir eru vátryggðar gegn tjóni af völdum jarðskjálfta í Viðlagatryggingu Íslands.  Þetta á einnig við um innbú sem tryggt er í heimilis - eða öðrum lausafjártryggingum.

Vegna stærðar skjálftans í dag, fimmtudag er mikið álag á símalínum en fyrstu viðbrögð skipta miklu máli.  Til dæmis þau, að taka myndir af vettvangi áður en hreyft er við hlutum.  Glerbrot og aðra skemmda muni má síðan fjarlægja og halda til hliðar.