Tryggingamiðstöðin tilkynnti föstudaginn 22. júní 2018 að félagið hefði lagt fram skuldbindandi kauptilboð í alla hluti í Lykli fjármögnun. Á grundvelli tilboðsins hefur seljandinn, Klakki, ákveðið að hefja einkaviðræður við TM um kaup á Lykli fjármögnun. Þetta kemur fram í tilkynningu TM til kauphallar .

Kauptilboðið nemur 10,6 milljörðum króna og er háð ýmsum fyrirvörum, svo sem um áreiðanleikakönnun og niðurstöðu hennar, samþykki Fjármálaeftirlitsins um að TM megi fara með virkan eignarhlut í hinu selda félagi og að Samkeppniseftirlitið samþykki eignarhaldið.