Tryggingamiðstöðin keypti dagana 2., 5., 6., 7., 8. og 9. maí eigin hluti fyrir 52,9 milljónir króna. Er hér um að ræða fyrstu kaup félagsins á eigin hlutum eftir að endurkaupaáætlun félagsins var hrint í framkvæmd 2. maí 2014. Það jafngildir að TM hefur keypt 8,7% af eigin hlutum samkvæmt áætluninni og á nú samtals 0,24% af heildarhlutafé félagsins.

Tilkynnt var um framkvæmd endurkaupaáætlunar TM í Kauphöll Íslands þann 30. apríl, en samkvæmt henni verða að hámarki keyptir 21.000.000 hlutir og fjárhæð endurkaupanna verður aldrei meiri en 600 milljónir króna. Framkvæmd endurkaupaáætlunar lýkur á aðalfundardegi félagsins 2015 en þó aldrei síðar en 31. mars 2015 ef kaupum samkvæmt áætluninni verður ekki lokið áður.