Unnið er að undirbúningi skráningar Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) á hlutabréfamarkað. Ef allt gengur upp þá verða bréf félagsins skráð á markað seinni hluta apríl eða í byrjun maí, að því er heimildir Viðskiptablaðsins herma.

Ef skráningin dregst mikið lengur mun hún frestast eitthvað fram á sumar, því þá verður skráningarlýsing að byggja á árshlutauppgjöri fyrir fyrsta ársfjórðung en ekki síðasta ársuppgjöri. Ekki er hægt að gefa út skráningarlýsingu fyrr en ársreikningur félagsins liggur fyrir.

Þegar skráningarlýsingin liggur fyrir og hefur fengið blessun FME og Kauphallarinnar er næsta skref að kynna hana fjárfestum og í kjölfarið er ætlunin að selja þriðjungshlut Stoða í Tryggingamiðstöðinni. Að því loknu verða bréf félagsins skráð á markað.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.