Úrvalsvísitalan hækkaði í dag um 0,94% og er lokagildi hennar 1.729,07 stig. Heildarvelta á markaði nam rúmum 12,6 milljörðum, en þar af voru rúmlega 7,5 milljarða viðskipti með skuldabréf.

Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði um 0,27% Verðtryggði hluti hennar hækkaði um 0,35% og óverðtryggði hlut hennar hækkaði um 0,12%.

Mesta hlutfallslega hækkunin var með bréf Icelandair 1,92% í rúmlega 1,1 milljarðs króna viðskiptum og gengi bréfanna er nú 26,50 krónur á hlut. Einnig var hækkun hjá Marel, N1, og Reitum.

Einu úrvalsvísitölufélögum sem lækkuðu í viðskiptum dagsins voru Eimskipafélag Íslands h.f., sem lækkaði um 0,16% í tæplega 269 milljón króna viðskiptum og Síminn h.f. sem lækkaði um 0,65% í 852 milljón króna viðskiptum.

Nokkuð var um hækkanir á fyrirtækjum utan úrvalsvísitölunnar. Af þeim þá hækkaði Tryggingarmiðstöðin h.f. mest eða um 2,36% í 50 milljón króna viðskiptum. Hækkaði Vodafone einnig um 2,22% í 352 milljóna viðskiptum.

Vísitölur GAMMA

Markaðsvísitala GAMMA hækkaði um 0,4% í dag í 11 milljarða viðskiptum.

Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,9% í dag í 4,6 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,3% í dag í 5,2 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,3% í 0,8 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,1% í 4,4 milljarða viðskiptum.

Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa hækkaði um 0,1% í dag í 1,2 milljarða viðskiptum.