Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri fyrir 2. ársfjórðung 2019 hefur komið í ljós að hagnaður félagsins á fjórðungnum var umtalsvert betri en gert var ráð fyrir í rekstrarspá félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá TM.

Hagnaður á 2. ársfjórðungi var um 1.442 milljónir króna fyrir skatta í stað 842 milljóna króna eins og getur í rekstrarspánni. Kemur þessi breyting einkum til vegna hækkana á verðbréfaeign félagsins.

Uppfærð rekstrarspá fyrir næstu fjóra ársfjórðunga verður birt samhliða birtingu uppgjörs 2. ársfjórðungs 22. ágúst næstkomandi.