Kauphöllin hefur samþykkt umsókn stjórnar Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) um skráningu á markað. Fyrsti viðskiptadagur með hlutabréf félagsins verður 8. maí næstkomandi.

Fram kemur í tilkynningu frá Kauphöllinni að samþykkið er háð því að TM uppfylli skilyrði um dreift eignarhald.

Hlutafjárútboð TM verður 22. til 24. apríl næstkomandi. Í útboðinu selja Stoðir (áður FL Group) 218.550.000 áður útgefna hluti í TM. Það svarar til 28,7% hlutar í TM. Útboðsgengi í útboðinu mun liggja á verðbilinu 17,75-20,10 krónur á hlut og gert ráð fyrir að söluandvirðið muni nema á bilinu 3,9 til 4,4 milljörðum króna. Miðað við það er markaðsvirði TM á bilinu 13,5 til 15,3 milljarðar króna.