MTV, eBay, Samsung og netverslunin Amazon eru á meðal viðskiptavina TM Software. Erlendar tekjur fyrirtækisins jukust um 70% í fyrra. Í heild jukust tekjur TM Software um 25% á milli ára í fyrra.

Ágúst Einarsson, framkvæmdastjóri TM Software, segir í tilkynningu góðan vöxt hafa verið í sérhæfðum hugbúnaðarverkefnum hér á landi og þá helst fyrir fyrirtæki og stofnanir í heilbrigðis- og ferðamannageiranum. Hugbúnaðarlausnir fyrirtækisins, Tempo, sem eru seldar á alþjóðlegum markaði haldi áfram að seljast vel og notfæri sér rúmlega fimm þúsund fyrirtæki hugbúnaðinn í 111 löndum.

TM Software sérhæfir sig í framleiðslu á eigin hugbúnaðarvörum og ráðagjöf og þjónustu á sérhæfðum hugbúnaðarlausnum. Um 80 manns starfa hjá TM Software, sem er dótturfélagið Nýherja.