Tryggingamiðstöðin þarf ekki að greiða þeim Lárusi Welding, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra FL Group, og Þorsteini M. Jónssyni, fyrrverandi stjórnarmanni í Glitni, útlagðan kostnað þeirra á grundvelli stjórnendatryggingar. Hæstiréttur sýknaði Tryggingamiðstöðina af kröfunni í dag og dæmi þremenninganna til að greiða tryggingafélaginu sex milljónir króna í málskostnað bæði í Hæstarétti og í héraði.

Í dómi Hæstaréttar kemur fram að Glitnis hafi keypt stjórnendatryggingu af Tryggingamiðstöðinni árið 2008 í eitt ár, þ.e. frá 1. maí 2008 til 1. maí 2009. Í skilmálum er tekið fram að tryggingin gilti aðeins um kröfur á hendur stjórnendum og yfirmönnum sem gerðar voru á vátryggingartímanum. Skilanefnd Glitnis keypti svo ábyrgðatryggingu af öðrum vátryggjanda eftir að gildistíma fyrri tryggingar lauk.