Tryggingamiðstöðin og Ríkiskaup gengu nýlega frá samningi sem felur í sér að TM tryggir skráningarskyld ökutæki í eigu ríkisins lögboðinni ökutækjatryggingu. Samningurinn er gerður í kjölfar útboðs.

Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu.

Sigurður Viðarsson forstjóri TM og Júlíus S. Ólafsson forstjóri Ríkiskaupa undirrituðu samninginn. Hann er til tveggja ára og gildir frá 1. maí 2008 til 30. apríl 2010 með möguleika á framlengingu í allt að tvö ár til viðbótar.

Í samningnum felst jafnframt skuldbinding af hálfu TM og einstakra ríkisstofnana um náið samstarf á sviði forvarna.