Tóbaksframleiðendur unnu sigur fyrir áfrýjunardómstól í Washington í gær, en dómstóllinn aflétti tímabundið banni sem segir að tóbaksframleiðendur megi ekki markaðssetja sígarettur undir formerkjunum "light" og "low tar," en málið er enn til meðferðar, segir í frétt Dow Jones.

Tóbaksframleiðendur taka úrskurðinum fagnandi og segja talsmenn Altria Group, sem er stærsti tóbaksframleiðandi Bandaríkjanna, að fyrirtækið bíði þess með eftirvæntingu að flytja mál sitt fyrir áfrýjunardómstólnum, en talið er að málið muni taka meirihluta næsta árs í vinnslu.