Tóbaksfyrirtæki mega láta reyna á lögmæti tóbaksreglna Evrópusambandsins fyrir Evrópudómstólnum. Hæstiréttur Bretlands vísaði máli þeirra þangað í dag.

Nýjar reglur ESB fela í sér að myndaviðvaranir þurfi að þekja 65% af bæði fram- og bakhlið sígarettupakka. Fjöldi tóbaksfyrirtækja tók höndum saman til að berjast gegn þessum reglum.

Nú mun æðsti dómstóll Evrópusambandsins þurfa að skera úr um það hvort sambandið hafi misnotað völd sín til lagasetningar um tóbaks. Dómurinn verður að ákveða hvort reglurnar samræmast grundvallarréttindum, og hvort ákvörðun af þessu tagi eigi að taka í hverju landi fyrir sig en ekki af Evrópusambandinu.

Evrópusambandið segir að reglurnar muni hindra ungt fólk í að prófa og verða háð tóbaki, en tóbaksfyrirtækin segja á móti að reglurnar vekji upp alvarlegar spurningar um frjálsa för vara og samkeppni innan ESB.

Allt að tvö ár getur tekið að fá niðurstöðu fyrir dómstólnum.