Danska fyrirtækið, Scandinavian Tobacco Group hefur tilkynnt að það ætli að skrá sig á markað. Fyrirtækið er stærsti framleiðandi á vindlum og píputóbaki í heiminum en höfuðstöðvar þess eru í Kaupmannahöfn.

Fyrirtækið ætlar að skrá sig í Nasdaq kauphöllinni í Kaupmannahöfn en gert er ráð fyrir að til sölu verði boðinn verði 40% hlutur.

Tveir stærstu hluthafar fyrirtækisins eru Swedish Match Cigars Holding AB auk tveggja danskra sjóða, The Augustinus Foundation og The Obel Family Foundation sem eiga eignarhlut í gegnum eignarhaldsfélagið Skandinavisk Holding II A/S. Samkvæmt tilkynningu sem send var til kauphallarinnar er gert ráð fyrir að eignarhlutur þeirra muni þynnast jafn mikið við hlutafjárútboðið.