Imperial Tobacco, fjórða stærsta tóbaksfyrirtæki í heimi, ætlar að fækka störfum um 2.440 á heimsvísu. Þar af verður 260 manns sagt upp í Englandi og 1.060 í Frakklandi.

Þessar aðgerðir eru liður í endurskipulagningu fyrirtækisins. Í tilkynningu frá félaginu segir að þessar aðgerðir séu nauðsynlegar til að styrkja samkeppnisstöðu þess.

Vindlaframleiðsla fyrirtækisins færist til Spánar, frá Bristol í Englandi þar sem hún hefur verið frá árinu 1901.