*

laugardagur, 8. ágúst 2020
Innlent 3. apríl 2015 18:01

Tobba: Hafði of lítinn tíma í skapandi vinnu

Í vikunni opnaði Þorbjörg Marinósdóttir nýja vefverslun en hún starfði áður sem markaðsstjóri Skjásins.

Ritstjórn
Aðsend mynd

„Yfirmannsstöðu fylgir gjarnan fjárhagsætlunargerð og starfsmannahald. Mér fannst ég vera farin að hafa of lítinn tíma í skapandi vinnu,“ segir Þorbjörg Marinósdóttir sem opnaði vefverslunina Balí Boutique 1. apríl síðastliðinn. Hún segir þetta því vera mikla breytingu en hún starfði áður sem markaðsstjóri Skjásins. „Þetta er hin fullkomna staða, vera með vefverslunina og taka svo verkefni sem eru mér hugleikin með. Núna er ég til dæmis að skrifa bók, pistla fyrir Kvennablaðið og fleira. Ég elska samt að vinna í sjónvarpi og mun án efa snerta á því aftur. 

Þorbjörg, eða Tobba eina og hún er jafnan kölluð, segist sjálf vera litaglöð að eðlisfari og hafi því heillast af litagleðinni á Balí sem einkennir allt þar, hvort sem það var matur, fatnaður eða náttúran. „Mitt á milli stormstatusa og flíspeysufrétta datt mér í hug að þetta væri það sem Ísland þyrfti. Litir og fatnaður í einni stærð og ekkert vesen! Ég sá líka fram á að hafa tíma í verkefnið þar sem ég hafði ekki hugsað mér að fara aftur í þá vinnu sem ég var í áður en ég eignaðist dóttur mína. 

Finnst þér konur eiga að vera duglegri að nota litríkari fatnað?

„Já! Svart er „safe“ en um leiði leiðinlegt til lengdar. Því er tilvalið að blanda litríku skarti, naglalakki, varalitum eða kímono með og færa sig smá saman yfir í liti, því lífið er í lit!“