Næsta kynslóð Covid-19 bóluefna gætu komið í formi töflu eða sem nefsprey. Þar af leiðandi yrði auðveldara að geyma og flytja slík bóluefni en þau sem eru í notkun í dag. Wall Street Journal greinir frá.

Vonast er til að þessi nýrri lyf veiti endingarbetra ónæmissvar og vinni betur á nýjum afbrigðum. Þá gætu þau einnig hjálpað í baráttunni gegn framtíðarfaröldrum.

277 bóluefni eru í þróun í heiminum og eru flest þeirra gefin í æð en tvö eru á töfluformi og sjö eru í formi nefspreys. Sanofi SA, Altimmune Inc. og Gritstone Oncology Inc. eru meðal þeirra fyrirtækja sem eru búin að blanda sér í baráttuna um þróun næstu-kynslóðar bóluefni.

Mörg þessara næstu kynslóðar bóluefna eru enn í klínísku rannsóknarferli á mönnum og því ólíklegt að þau komi á markað fyrr en í lok árs 2021 eða á næsta ári. Þá er ekki öruggt að þessi bóluefni komist í gegnum rannsóknarferlið.

Vonast er til þess að þessi næsta kynslóð bóluefna muni spila mikilvægt hlutverk í endurbólusetningu fólks. Þá hafa sérfræðingar í faraldsfræði sagt að reglubundinn endurbólusetning sé nauðsynleg til að viðhalda vörnum gegn Covid-19 og nýjum afbrigðum þess.