Rubik-kubburinn svonefndi eða töfrateningurinn eins og hann var kallaður hér á landi, fagnar 40 ára afmæli um þessar mundir. Netfyrirtækið Google minnist afmælisins á vefsíðu sinni í dag.

Það var ungverski listamaðurinn og arkitektinn Ernő Rubik sem bjó kubbinn til. Vinsældir hans náðu hæstu hæðum öðru hvoru megin við 1980 en nokkuð var um keppnir þar sem barist var um það að raða kubbinum rétt saman.

Hér má sjá myndskeið af einföldu leiðinni til að leysa úr leyndardómum Töfrateningsins.