*

þriðjudagur, 7. júlí 2020
Innlent 22. nóvember 2019 12:36

Togari Samherja kyrrsettur í Namibíu

Yfirvöld í Namibíu hafa kyrrsett togarann Heinaste sem er í eigu Samherja. Skipstjóri Heinastre var handtekinn í gær.

Ritstjórn
Heinaste er einn af þremur togurum í eigu Samherja sem hafa verið á veiðum í Namibíu.

Dómstóll í Namibíu hefur kyrrsett togarann Heinaste sem er í eigu Samherja og hefur stundað veiðar við strendur Afríku undanfarin ár. Fréttastofa RÚV greinir frá þessu og hefur namibíska dómsúrskurðinn undir höndum. 

Samkvæmt úrskurðinum er skipið kyrrsett til þess að yfirvöld geti gert leit í skipinu. 

Arngrímur Brynjólfsson, skipstjórinn á Heinaste, var handtekinn og leiddur fyrir dómara í Namibíu í gær vegna meintra ólöglegra veiða. Hann var látinn laus í gær gegn tryggingu og sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla vegna málsins. Þar sagðist hann vera undrandi á á­sökunum vegna þess að sérstaklega sé gætt að því að veiða aldrei eitt á lokuðum svæðum.  

„Þessi veiði­ferð átti að vera sú síðasta á ferlinum og eru það mér mikil von­brigði að verða fyrir þessum á­sökunum nú,“ sagði Arn­grímur í yfirlýsingunni en hefur stundað sjómennsku í hartnær hálfa öld og þar af skip­stjóri í 34 ár. 

Hvorki Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, né skrifstofa Samherja hafa svarað fyrirspurnum fjölmiðla um málið í dag.