Markus Braun, fyrrum forstjóri þýska fjártæknifyrirtækisins Wirecard AG, fékk 35 milljónir evra, eða um 5,6 milljarða íslenskra króna, að láni frá dótturfélaginu Wirecard Bank í janúar sem leiddi til ágreinings við stjórn og rannsóknar frá þýska bankaeftirlitinu Bafin. Financial Times segir frá .

Flestir stjórnarmeðlimir móðurfélagsins, þar á meðal stjórnarformaðurinn Thomas Eichelmann, fréttu af láninu einungis eftir að Braun hafði fengið lánið greitt.

Eichelmann og Braun eiga að hafa rifist kröftuglega í kjölfarið og einstaklingur með þekkingu á málinu lýsti samskiptum þeirra sem „öskurskeppni“ (e. shouting match). Braun á að hafa haldið því fram í upphafi að stjórn móðurfélagsins hefði enga umsjón með lánaákvörðunum hjá Wirecard Bank. Hann endurgreiddi þó lánið að lokum í miðjum mars síðastliðnum. Lánið bar 12,55% árlega vexti og því greiddi Braun um 964 þúsund evrur í vaxtagreiðslur á tveggja og hálfs mánaðar gildistíma lánsins.

Sjá einnig: Wirecard týndi 1,9 milljörðum evra

Braun sóttist eftir láninu til að endurfjármagna annað 150 milljóna evra lán frá Deutsche Bank sem hann hafði sótt sér þremur árum áður. Braun setti helminginn af hlutabréfum sínum í Wirecard að veði. Í lok árs 2019 tjáði Deutsche honum að láninu yrði ekki framlengt.

„Lánið [frá Wirecard Bank] var tekið til að koma í veg fyrir knúinnar sölu hlutabréfa af [öðrum] banka,“ er haft eftir lögfræðingi Braun.