Sama dag og dómar féllu í Hæstarétti um gengistryggðu bílalánin var dæmt í máli Landsbankans gegn Þráni ehf. Margir töldu að sá dómur væri þriðji dómur Hæstaréttar þann daginn, þar sem niðurstaðan var rökstudd með ólögmæti gengistryggingar. Þegar betur er að gáð þá tekur Hæstiréttur ekki afstöðu til gengistryggðra lána í málinu heldur byggir niðurstöðu sína á réttarfarslegum sjónarmiðum.

Þessi skilningur á dómi hæstaréttar hefur fengist staðfestur af Kristjáni Kristjánssyni, upplýsingafulltrúa Landsbankans og Ragnari Aðalsteinssyni, hæstaréttarlögmanni og verjanda Þráins ehf. í málinu. Misskilningurinn byggir á því að í dómi Hæstaréttar stendur skrifað að niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu sé staðfest. Það er vissulega rétt en hið sama á ekki við um rökstuðning héraðsdóms í málinu.

-Nánar í Viðskiptablaðinu