Engin tilboð voru samþykkt í sértryggðan, óverðtryggðan skuldabréfaflokk til 3 ára sem Íslandsbanki hugðist gefa út. Bankinn tilkynnti í síðustu viku að tveir nýir flokkar sértryggðra skuldabréfa hefðu verið gefnir út, til viðbótar við þann sem þegar er skráður í Kauphöll. Allir eru verðtryggðir.

Annar hinna nýju flokka er til 7 ára að upphæð 1.830 milljónir króna á ávöxtunarkröfunni 2,84%. Hinn flokkurinn er til tólf ára að upphæð 1,5 milljarðar á ávöxtunarkröfunni 3,45%.