Nathan Phelps skellti svokallaðri „selfie“ eða sjálfsmynd á samfélagsmiðilinn Twitter þegar flugvél, sem hann var í á leið frá London til Singapúr, missti skyndilega hæð og þrýstingur um borð féll.

Flugvélin neyddist til að lenda á flugvelli í Bakú í Aserbaidjan vegna atviksins. Phelps tók þó ekki bara mynd af sér heldur tók hann einnig myndir af öðrum farþegum með súrefnisgrímur.

Phelps segir á Twitter að mikil skelfing hafi ríkt í vélinni rétt fyrir lendinguna í Bakú. Hann segir að margir hafi grátið en þó hafi ríkt ró um borð og fólk hafi verið fegið þegar kom í ljós að vélin mundi ekki hrapa.

Hér má sjá fréttina á Stuff.co.nz.