Stjórnarskrárdómstóll Þýskalands hefur hafnað kröfum um stöðva löggildingu fríverslunarsamnings Evrópusambandsins og Kanada.

Andstæðingar samningsins eru á móti því að hluti samningsins, sem ber skammstöfunina CETA, verði kominn í gildi áður en öll þjóðþing sambandsins verði búin að samþykkja hann.

Kosið um hann í næstu viku

Í næstu viku munu viðskiptaráðherrar Evrópusambandsins kjósa um samninginn en hann mun fella úr gildi ýmsar viðskiptahindranir. Ef hann fær einróma samþykki verður hægt að skrifa undir hann 27. október næstkomandi.

Þrír hópar andstæðinga samningsins söfnuðu meira en 125 þúsund undirskriftum til að reyna að stöðva innleiðingu samningsins, sem þeir telja meðal annars ekki nægilega lýðræðislegann.

Hindri starfsöryggi

Andstæðingarnir segja að CETA og aðrir slíkir samningar hindri starfsöryggi og setji félagslega velferð í hættu en hagnist einungis ríkri elítu.

Fjármálaráðherra Þýskalands, Sigmar Gabriel, formaður sósíaldemókrataflokksins SPD styður samninginn, en hann hefur lýst efasemdum um TTIP samningaviðræðurnar við Bandaríkin.

Segir hann andstæðinga CETA rugla samningunum tveim saman, en hann segir CETA vera „vernd gegn því að gera slæman samning við Bandaríkin.“

Sérstakur dómstóll vegna fjárfestinga

Dómarar stjórnarskrárdómstólsins í Karlsruhe segja að ríkisstjórnin geti einungis flýtt innleiðingu þeirra hluta samningsins sem ESB samningar nái til.

Þau atriði hans sem snúa að málefnum á könnu þjóðríkjanna, eins og höfundarréttarlög, flutningur yfir hafsvæði og annað, verði að bíða eftir samþykki þingsins. Þar á meðal er sérstakur dómstóll vegna fjárfestinga sem er eitt umdeildasta málefni samningsins.