Umfangsmikil slysaæfing var haldin í Færeyjum í gær í tengslum við þemaráðstefnu Vestnorræna ráðsins um björgunarmál. Íslenskir þingmenn voru meðal gesta og fór æfingin fram bæði á landi og sjó.

Í tilkynningu frá Vestnorræna ráðinu kemur fram að Færeyingar tóku nýlega ábyrgð í björgunarmálum sínum en hingað til hefur hún alfarið verið í höndum Dana. Slysaæfingin í gær var lokaatriði þriggja daga ráðstefnu Vestnorræna ráðsins um björgunarmál en þetta er jafnframt í fyrsta skipti sem Íslendingar og Færeyingar æfa saman með þessum hætti, samkvæmt tilkynningu ráðsins.

Auk Landsbjargar tóku danski sjóherinn, Færeyska bjargningafélagið og Landhelgisgæsla Íslands þátt í slysaæfingunni.

Karl V. Matthíasson þingmaður og formaður Vestnorrænaráðsins var staddur í Færeyjum, en hann tók þátt í æfingunni ásamt kollegum sínum á Norðurlöndum og öðrum íslenskum Alþingis.