„Þetta er orðinn miklu betri staður fyrir gestina,“ segir Chandrika Gunnarsson á veitingastaðnum Austur-Indíafjelagið við Hverfisgötu. Staðurinn hefur verið lokaður síðastliðinn mánuð og hefur hann verið tekinn í gegn. Dyrnar opnuðu á ný á fimmtudag og gátu þá gestir skoðað breytingarnar. Ráðist var í þær í tilefni af því að Austur-Indíafjelagið fagnar 20 ára afmæli á þessu ári.

Breytingarnar eru umfangsmiklar. Búið er að innrétta allan veitingastaðinn upp á nýtt og stækka veitingastaðinn, hann nær nú inn í hluta af gólffleti sem áður tilheyrði Bíó Paradís. Þá var búin til stór setustofa fyrir gesti sem þurfa að bíða eftir borði sínu. Slíku var ekki að fagna áður. Borðum fjölgar ekki mikið en álíka mikill fjöldi gesta kemst fyrir á Austur-Indíafjelaginu og fyrir breytingar, að sögn Chandriku.

Arkitektinn Nikhil Dhumma hjá StudioKLANG í Manchester í Bretlandi teiknaði staðinn upp á nýtt. Handbragð hans má sömuleiðis sjá á hönnun veitingastaða Hraðlestarinnar í Kringlunni og við Lækjargötu.

Eigendur Austur-Indíafjelagsins buðu vinum og velunnurum að skoða breytingarnar í vikunni. Haraldur Guðjónsson, ljósmyndari Viðskipablaðsins, var að sjálfsögðu á staðnum.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Chandrika bað til æðri máttarafla.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Diljá Þórhallsdóttir, Laufey Johansen og Nína Jóns kíktu við.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Alba Haff, Hlédís Hlé og Eyrný Sigurðar skoðuðu breytingarnar.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Hjörtur Nílsen, Ástríður Sigurrós og Kristján Jónsson.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Systurnar Gróa og Adda Sigurðardætur.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Gestir knúsuðu Chandriku þegar þeir óskuðu henni til hamingju með breytingarnar.