Seðlabankinn tók tilboðum að fjárhæð 20,1 milljón evra í gjaldeyrisútboði um kaup á evrum í dag. Alls bárust 59 tilboð að fjárhæð 22,8 milljónir evra. Útboðsverðið var ákveðið 235 kr. fyrir hverja evru.

Þrenns konar útboð fóru fram í dag Seðlabanki Íslands bauðst til að kaupa evrur í skiptum fyrir íslenskar krónur til fjárfestingar til langs tíma í íslensku atvinnulífi eða gegn greiðslu í ríkisverðbréfum í flokknum RIKS 33 0321. Jafnframt kallaði Seðlabankinn eftir tilboðum frá aðilum sem vildu selja íslenskar krónur gegn greiðslu í reiðfé í erlendum gjaldeyri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum.

Í útboði um kaup á krónum fyrir evrur var tekið tilboðum að fjárhæð 4,9 milljarða króna en alls bárust 34 tilboð að fjárhæð 18,3 milljarða króna. Ákveðið var verðið 235 kr.