Innstæður viðskiptabankanna í Seðlabanka Íslands minnkuðu um 36,5 milljarða króna í janúar. Á sama tíma jókst kaup bankanna á innstæðubréfum um tæpta 29 milljarða króna. Munurinn þarna á milli nemur um 7,5 milljörðm króna sem er útflæði á krónum sem viðskiptabankarnir ávöxtuðu í Seðlabankanum í janúar.

Þetta er í takt við þá áherslu sem stjórnendur Seðlabankans hafa lagt að lengja í krónu- og gjaldeyrisinnstæðum í bankanum. Viðskiptareikningar bankanna í Seðlabankanum bera eftir síðustu vaxtalækkun 8% vexti en innstæðubréfin bera að hámarki 9,25%. Á móti kemur að innstæðubréfin eru bundin í 28 daga. Það álag er að einhverju leyti til þess vinnandi að binda innstæðurnar í ákveðinn tíma. Viðskiptabankarnir eru með mikið að innlánum hjá sér og hafa hagnast verulega á vaxtamuni sem þeir bjóða og svo Seðlabankinn býður þeim.