"Ég er sonur aðaleigandans, byrjaði í raun mjög snemma," segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar. Það er óhætt að fullyrða að fáir hér á landi hafa jafn mikla reynslu af bílum og öllu því sem þeim viðkemur og Egill.

Egill er eldri en tvívetra í bílabransanum og þekkir af eigin raun þær miklu sveiflur sem eru á bílamarkaði. Dýfan í bílasölu eftir hrun var þó eitthvað sem kom öllum á bílamarkaði í opna skjöldu. "Já, þetta var mjög slæmt eftir hrun. Bílamarkaðurinn féll niður í 2.500 nýja bíla árið 2009 úr um það bil 20.000 bílum áður. Markaðurinn var síðan mjög rólegur 2010 til 2012 og olli ákveðnum vonbrigðum 2013 þegar hann fór niður á við aftur."

"Á þessu ári eru góður vöxtur, en jafnvel þó svo sé þá erum við ekkert endilega búin að ná einhverjum fyrri hæðum. Ef við segjum að þetta fari í tæplega 10.000 nýja bíla á þessu ári þá er það svipað og 43 ára meðaltal í sölu. Meðaltalið síðustu 10 ár er 11.500 bílar svo það er ennþá svigrúm fyrir aukna sölu."

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .