IFS Greining ráðlagði fjárfestum að kaupa í Marel í greiningu þann 27. apríl síðastliðinn. Það var mat IFS Greiningar að Marel væri undirverðlagt.

Í greiningunni segir að Marel sé áhugavert fyrirtæki til að fjárfesta í þrátt fyrir að verð hlutabréfa þess hafi hækkað að undanförnu. Engin ástæða sé til að ætla annað en að verð félagsins gæti haldið áfram að hækka á næstunni. IFS Greining bendir á að verð Marel sé mjög tengt gengi krónunnar.

Frá 27. apríl hefur gengi Marels lækkað um 4%.