Greining Íslandsbanka telur líkur á því að tólf félög verði skráð á markað á næstu tveimur árum. Eitt þeirra, N1, verði skráð fyrir næstu áramót, þrjú verði skráð á næsta ári og átta félög verði skráð á árinu 2015.

Greining telur líklegt að þrjú félög, Sjóvá, Reitir og Skipti verði skráð á næsta ári. Samanlagt markaðsvirði þeirra verði í kjölfar skráningar í kringum 76 milljarðar króna og markaðurinn verði þá 491 milljarðar króna að stærð án innri vaxtar. Greining gerir ráð fyrir að Sjóvá verði skráð snemma á næsta ári en meiri óvissa sé í kringum tímasetningu annarra félaga. Þá sé skráning Reita háð því að kröfuhafi samþykki skilmála sáttar Reita og Seðlabankans.

Greining Íslandsbanka telur líklegt að á árinu 2015 verði að allt að átta félög skráð á markað. Það eru MP banki, Eik, Landfestar, Kaupás, Promens, Skeljungur, HB Grandi og Advania. Greining segir ekki líklegt að Eik og Landfestar verði skráð á markað í sitt hvoru lagi heldur verði þau annað hvort sameinuð eða í það minnsta annað þeirra keypt inn í Reginn eða Reiti. Samanlagt markaðsvirði þessara eigna í kjölfar skráninga verði 150 milljarðar króna og markaðurinn verði þá 640 milljarðar króna að stærð án markaðshækkana.

Eftir árið 2015 gerir Greining ráð fyrir að stóru viðskiptabankarnir verði skráðir ásamt Bakkavör og Icelandic Group. Bankarnir verði væntanlega ekki skráðir á markað fyrr en óvissu í kringum verðtryggð lán og gjaldeyrishöft hefur verið eytt.