Tólf mánaða hækkun húsnæðisverðs er nú komin niður í 5%, en í janúar 2006 var árshækkunin 31%, segir greiningardeild Landsbankans.

?Eftir langt tímabil hækkana á milli mánaða hefur húsnæðisverð lækkað í tvo mánuði í röð. Hratt hefur því dregið úr hækkun húsnæðisverðs, en mest fór árshækkunin í 33% í september, október og nóvember 2005.

Í janúar var árshækkunin minnst í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu eða 4% en mest utan höfuðborgarsvæðisins eða 7%. Þróunin hefur því snúist við þar sem húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði meira en á landsbyggðinni á fyrri hluta ársins 2006,? segir greiningardeildin.