Vísitala neysluverðs í október 2006 hækkaði um 0,23% frá fyrra mánuði og vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 0,16% frá því í september, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Greiningaraðilar spáðu 0,4% hækkun vístölunnar.

Síðustu tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 7,2% og hefur tólf mánað verðbólga dregist saman úr 7,6% í september.

Sumarútsölum er nú víða lokið og hækkaði verð á fötum og skóm um 3,4% (vísitöluáhrif 0,16%). Kostnaður vegna eigin húsnæðis hækkaði um 0,5% (0,09%), þar af voru áhrif af hækkun markaðsverðs 0,01% og af hækkun vaxta 0,08%. Þá hækkaði verð á húsgögnum og heimilisbúnaði um 4,7% (0,11%).

Verð á bensíni og díselolíu lækkaði um 4,1% (-0,28%) og verð á dagvöru lækkaði um 0,7% (0,11%).