Verðbólga í apríl jókst um 0,6% í apríl og hækkaði vísitala neysluverðs í 268,7 stig, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 0,21%.

Tólf mánaða vísitala neysluverðs hefur hækkað um 5,3%, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar, en án húsnæðisverðs hefur vísitalan hækkað um 3,2% síðustu tólf mánuði. Í mars var tólf mánaða verðbólga 5,9%.

Kostanður vegna eigin húsnæðis jókst um 2,5% og voru vísitöluáhrifin í apríl 0,45%.