Róbert Helgason, gjaldeyrismiðlari hjá GAM Management hf., telur engar vísbendingar um annað en að verðbólga eigi að hjaðna áfram á næstu mánuðum.

Lækkun húsnæðisverðs muni hafa vaxandi áhrif á verðbólgumælinguna á næstunni. Þá megni ekki lágt gengi krónunnar að halda uppi verðbólgu vegna hærra innflutningsverðs á vörum þegar fram í sæki.

Hann telur hins vegar afar mikilvægt að sú vörukarfa sem vístölumæling Hagstofunnar byggist á endurspegli raunveruleikann í neyslunni betur en hún gerir nú.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .