Tólf mánaða verðbólga er nú 3,8 prósent, samkvæmt tölum Hagstofunnar sem birt var í morgun. Tólf mánaða verðbólga án húsnæðis er einnig 3,8%. Tólf mánaða verðbólga í júní í fyrra var 3,3%. Verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5% en þolmörkin eru +/-1,5%

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í júlí er 412,4 stig og lækkaði um 0,27% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 391,2 stig og lækkaði um 0,61% frá júní.

Sumarútsölur eru víða í gangi og lækkaði verð á fötum og skóm um 10,5% (vísitöluáhrif -0,54%). Kostnaður vegna eigin húsnæðis jókst um 1,3% (0,17%). Verð á bensíni og olíum hækkaði um 2,0% (0,11%).