Í gær var tíu starfsmönnum greiðslumiðlunarfyrirtækisins Borgunar sagt upp. Helmingur uppsagnanna er úr æðsta stjórnendalagi fyrirtækisins. Fréttablaðið greinir frá.

Uppsagnirnar koma í kjölfarið á uppstokkun hjá Borgun. Í gær var tilkynnt að Sæmundur Sæmundsson, fyrrum forstjóri Borgunar, hafi ákveðið að láta af störfum og Eduardo Pontes og Marcos Nunes muni taka við.

Að auki samþykkti Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands að Salt Pay Co Ltd væri hæft til að fara með yfir 50% virkan eignarhlut í Borgun en félagið keypti um 96% hlut og greiddi fyrir það 4,3 milljarða króna.

Rekstrartap Borgunar á fyrstu fimm mánuðum ársins nam 642 milljónum króna.