Um tólf þúsund félög hafa enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2011 en frestur til þess rann út þann 31. ágúst. Ríkisskattstjóri mun á næstunni senda út áskorunarbréfa til félaga sem ekki hafa skilað ársreikningum fyrir síðasta ár.

Greint er frá þessu í Morgunblaðinu í dag. Haft er eftir að Skúla Eggerti Þórðarsyni ríkisskattstjóra að venjulega líði mánuður frá því að áskorun um skil sé send þangað til ákvörðun um að beita sektum sé tekin. Sektargreiðslur nema 250 þúsund krónum í fyrsta sinn en geta orðið allt að hálfri milljón safnist þær upp.

Fram kemur í umfjölluninni að skilin eru betri í ár en þau voru í fyrra og mun betri en síðustu tvö ár á undan.